Færslur: 2007 Desember

26.12.2007 00:00

jólastuð

Hæ hæ og hó

Jæja þá eru jólin að klárast. Við erum sko búin að hafa það alveg rosalega gott. Fengum fullt af frábærum gjöfum, borðuðum rosa góðann mat og erum bara búin að eiga æðisleg jól. Henti inn fullt af myndum og vona að flestir kíki á þær, set inn meiri fréttir seinna :)

24.12.2007 09:22

Jólin

Gleðileg jól og farsæltkomandi nýtt ár.

Við vonum að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar


Jólakveðjur
Ásdís
Kári
Lísa Katrín
og Alexander Óli


16.12.2007 14:57

Jólin eru að koma

Alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, það er bara rétt rúm vika í jólin!! Við erum nú bara róleg yfir þessu öllu saman, erum búin með flestar jólagjafirnar og svona. En annars er bara allt gott að frétta héðan úr Klapparhlíðinni. Alexander Óli stækkar bara og stækkar, hann er orðinn svo duglegur, labbar með öllu, er farinn að dansa við tónlist og svo talar hann og talar (að vísu skilst ekkert hvað hann er að segja en það er aukaatriði ) Það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með honum þessa dagana, hann er svo kátur og glaður alltaf, hann unir sér rosalega vel hjá dagmömmunni og við gætum ekki verið heppnari með það. Á miðvikudaginn eru við svo að fara í tíu mánaða skoðun en hann er einmitt tíu mánaða í dag!! Hlakka rosa mikið til að sjá hvað hann er orðinn langur því það hefur sko heldur betur tognaðu úr honum.


hehe litli töffarinn

Endilega kíkið á allar nýju myndirnar

Jólakveðjur frá okkur öllum

08.12.2007 17:28

prinsessan er komin

Elsku Ragnheiður okkar

Til hamingju með litla gullmolann þinn, hún er alveg yndisleg

Ragga vinkona okkar eignaðist litla stelpu sunnudaginn 02. desember. Hún var 16 merkur og 53 cm þegar hún fæddist. Nú er hún búin að fá nafn og heitir hún Margrét Valentína Diego. Við Kári kíktum á þær mæðgur í gær og áttu bæði erfitt með að trúa því að Alexander Óli hafi einhvertíman verið svona lítill og hvað þá að hann hafi verið minni og léttari. Auðvita var myndavélin með í för en þar sem litla dúllan svaf svo vært í fanginu á mér þá voru ekki teknar margar myndir, gerum það bara næst 
 

Jæja þá er þetta komið í bili, lofa að taka fleiri myndir næst

05.12.2007 17:20

Myndataka

Í byrjun okt fórum við með Lísu Katrínu og Alexander Óla í myndatöku hjá Barna og fjölskylduljósmyndum. Það var rosa gaman, Lísa er sko algjör fyrirsæta en hann Alexander var hálf hissa á þessu öllu eins og sést á nokkrum, ja ef ekki flestum myndunum  
Endilega kíkið á afraksturinn, setti allar myndirnar inn

  • 1

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

10 ár

5 mánuði

9 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 12
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 92868
Samtals gestir: 36289
Tölur uppfærðar: 25.7.2021 06:36:29